Fréttir
Rafiðnaðarhópurinn við spenna í portinu hjá Rarik í Borgarnesi. Ljósm. tg

Rafvirkjanemendur FVA fóru í heimsókn til Rarik

Föstudaginn 21. mars heimsóttu rafvirkjanemar í Fjölbrautaskóla Vesturlands af 6. önn Rarik í Borgarnesi þar sem þeir fengu að kynnast búnaði í dreifikerfum landsmanna undir styrkri leiðsögn starfsmanna Rarik á Vesturlandi. Vel var tekið á móti nemendunum og gáfu starfsmenn þeim óskertan tíma þar sem fróðleiksfúsir nemendur nýttu tímann vel. Eftir um þriggja tíma fræðslu, þar sem rafvirkjanemarnir fóru á milli stöðva, var sest niður með pizzu og svaladrykki þar sem starfsmenn Rarik og nemarnir áttu gott spjall saman.