
Eyja Rún og Ari Freyr Gautabörn á móti á síðasta ári. Ljósm. Fredrik Ahlepil
Systkini á sigurbraut í frjálsum
Systkinin Ari Freyr og Eyja Rún Gautabörn keppa undir merkjum UMSB en þau eru frá Efri-Hrepp í Skorradal en búa í Svíþjóð. Þau eru að gera það gott í frjálsum íþróttum um þessar mundir. Ari Freyr var um helgina að setja Íslandsmet í 3000 metra hlaupi í flokki 13 ára og bætti fyrra met um tæpa mínútu. Eyja Rún varð svo nýverið sænskur meistari í þremur greinum í 16 ára flokki; langstökki, 60 m grindahlaupi og 400 metra hlaupi. Eyja Rún fékk nýlega viðurkenningu fyrir að vera valin í unglingalandslið Íslands í frjálsum.