Íþróttir
Mikael Hrafn Helgason skoraði þriðja mark Kára gegn Sindra. Ljósm. vaks

Kári og Víkingur með nauma sigra í Lengjubikarnum

Lokaumferðin í Lengjubikarnum í B deild karla í knattspyrnu fór fram um helgina. Í riðli 3 tók Kári á móti liði Sindra og var viðureignin í Akraneshöllinni. Fyrir leik höfðu Káramenn tryggt sér sæti í undanúrslitum á meðan Sindri var með þrjú stig eftir fjóra leiki.