
Stýrivextir lækkaðir um kvartprósentustig
Peningastefnunefnd Seðlabankans kynnti í morgun um lækkun stýrivaxta sem nemur 0,25 prósentustigum og fara vextir stofnunarinnar úr 8% í 7,75%. Frá því vaxtalækkunarferlið hófst í október hafa stýrivextir verið lækkaðir um 1,5 prósentustig. Peningastefnunefndin bendir á að verðbólgan hafi haldið áfram að hjaðna, en hún lækkaði úr 4,6 í 4,2% frá síðasta fundi snemma í febrúar og hefur ekki verið lægri í fjögur ár. Spár gera ráð fyrir að verðbólgan muni halda áfram að síga niður á komandi mánuðum.