Fréttir
Hleðslustöðin verður ekki leyfð á þessum stað. Ljósm. af

Hleðslustöðvar nærri Bárði Snæfellsás

Á Arnarstapa á Snæfellsnesi er búið að setja upp nýjar rafhleðslustöðvar fyrir bíla. Eru þær staðsettar á bílastæði við göngustíginn að minnismerkinu um Bárð Snæfellsás. Samkvæmt heimildum Skessuhorns er um óleyfisframkvæmd að ræða. Kristinn Jónasson bæjarstjóri staðfestir að ekkert leyfi hafi verið gefið út fyrir hraðhleðslustöð á þessum stað og verði það aldrei veitt í ljósi staðsetningar hennar.