
Ungur ölvaður við akstur
Lögreglan hafði afskipti af um 30 ökumönnum vegna of hraðs aksturs í vikunni sem leið. Sá sem hraðast ók mældist á rúmlega 130 km/klst. Fjórir ökumenn eru grunaðir um ölvun við akstur og var einn þeirra 17 ára gamall. Mál hans var afgreitt með aðkomu foreldra og barnaverndaryfirvalda.