
Í Kirkjulistaviku eiga allir að finna eitthvað við sitt hæfi
Næstkomandi sunnudag verður messa og opnun sýningar á handritum og útgáfum Passíusálma Hallgríms Péturssonar í Hallgrímskirkju í Saurbæ. Viðburðurinn markar um leið upphaf Kirkjulistaviku í Garða- og Saurbæjarprestakalli sem lýkur átta dögum síðar, sunnudaginn 30. mars með Hebbamessu, tónlistarmessu þar sem Herbert Guðmundsson, Kór Akraneskirkju ásamt hljómsveit og Kór Keflavíkurkirkju koma fram í Vinaminni á Akranesi. Hilmar Örn Agnarsson organisti skipuleggur Kirkjulistavikuna og er þetta líklega í fyrsta skipti sem slík hátíð er haldin, en fyrirmyndin er Skálholtshátíð þar sem sumartónleikar voru fastur liður í organistatíð Hilmars þar. Auk Hilmars Arnar kemur Kalman listafélag að skipulagningu hátíðarinnar þar sem formaður er Björg Þórhallsdóttir eiginkona Hilmars. Auk þess koma að verkefninu fjöldi kóra og tónlistarfólks. Blaðamaður Skessuhorns ræddi af þessu tilefni stuttlega við Hilmar Örn.