Fréttir

true

Rafmagnslaust í nokkrum sveitum Borgarfjarðar

Rafmagnsbilun er nú í gangi í Lundarreykjadal, Hálsasveit, Hvítársíðu og Reykholtsdal í Borgarfirði og verið að leita að bilun. Rarik bendir á að ef fólk hefur einhverjar upplýsingar sem gætu hjálpað við bilanaleit, að haft verði samband við Stjórnstöð í síma 528-9000. Kort af svæði sem talið er vera um að ræða má sjá á…Lesa meira

true

Aurora fiskeldi undirbýr stóra landeldisstöð á Grundartanga

Aurora fiskeldi ehf. fékk í desember 2023 úthlutað 15 hektara lóð í Kataneslandi við Grundartanga fyrir landeldi á laxi. Áætlað er að fullbyggð muni stöðin velta 25-30 milljörðum á ári. Nú er unnið að umhverfismati fyrir reksturinn og ef allar áætlanir ganga eftir hefjast framkvæmdir við uppbyggingu mannvirkja á næsta ári. Ljóst er að hér…Lesa meira

true

Lýstu yfir óvissustigi vegna ofanflóðahættu

Í gærkvöldi lýsti Veðurstofan yfir óvissuástandi vegna ofanflóðahætta víða um land, þar með talið á Vesturlandi. Það var gert í kjölfar þess að búist var við mikilli úrkomu í gærkvöldi og nótt samhliða hlýindum. Tvö vot snjóflóð höfðu í gærkvöldi fallið yfir veginn í Ólafsvíkurenni, eins og fyrst var greint frá á vef Skessuhorns. „Á…Lesa meira

true

Útköll björgunarsveita vegna hvassviðris

Björgunarsveitum á sunnanverðu Vesturlandi eru nú að sinna útkallsbeiðnum vegna hvassviðrisins sem gengur yfir. Í Borgarfirði barst síðdegis útkall vegna þakplatna sem voru teknar að losna af starfsmannahúsi við Andakílsárvirkjun. Björgunarfélag Akraness hefur tvívegis í dag borist beiðni um að tryggja festingar báta í höfninni. Síðara útkallið er enn í gangi við smábátabryggjuna þar sem…Lesa meira

true

Snjóflóð þverar veginn undir Ólafsvíkurenni

Samkvæmt upplýsingum Skessuhorns hefur snjóflóð fallið yfir veginn undir Ólafsvíkurenni á Snæfellsnesi og lokar honum. Vegurinn er auglýstur lokaður af Vegagerðinni á umferdin.is vegna hvassviðris og á það reyndar einnig við um allar stofnbrautir á norðanverðu Snæfellsnesi. Maður sem var þarna á ferð nú fyrir skömmu sá flóðið og lét vita en það hefur að…Lesa meira

true

Á mánudaginn verður byrjað að innheimta gjald í Gámu á Akranesi

Terra mun frá og með mánudeginum 3. febrúar nk. byrja að innheimta gjald fyrir það sem íbúar og fyrirtæki fara með til förgunar og úrvinnslu í gámastöðinni Gámu við Höfðasel. Unnið hefur verið að þessari breytingu á sorphirðumálum á Akranesi í hálft annað ár, en í frétt Skessuhorns í nóvember 2023 kom fram að skipulags-…Lesa meira

true

Mælir með listakosningum í stærri sveitarfélögum

Kosið verður til sveitastjórna hér á landi 16. maí á næsta ári. Í smærri sveitarfélögum er mismunandi hvort fram fari listakosningar eða að persónukjör sé viðhaft. Það síðar nefnda á reyndar einungis við ef ekki berst framboðslisti, einn eða fleiri, í tæka tíð. „Það skiptir máli hvernig staðið er að framboði og hvernig það er…Lesa meira

true

Refur í Skagafirði reyndist veikur af fuglaflensu

Tilkynningum sem berast Matvælastofnun um dauða og veika villta fugla hefur fækkað, segir í tilkynningu. Fuglainflúensa hefur ekki greinst í þeim sýnum úr fuglum sem rannsökuð hafa verið síðustu daga. Aftur á móti greindist fuglainflúensa H5N5 í sýni sem tekið var úr refi í Skagafirði í þessari viku. „Matvælastofnun telur ekki tímabært að álykta að…Lesa meira

true

Mjög slæmt veður á Snæfellsnesi

Nú er gengið í suðaustan hvassviðri og hláku um land allt. Verst er veðrið að líkindum á norðanverðu Snæfellsnesi eins og jafnan í þessari vindátt þar sem vindur stendur af háum fjöllum. Appelsínugul viðvörun hefur tekið gildi við Breiðafjörð og er til hádegis á morgun, laugardag. Á vindmælinum á Fróðárheiði er nú 30 metra á…Lesa meira

true

Vesturlandsslagur í körfunni í kvöld – Spennan að magnast upp

Það verður væntanlega hart tekist á í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi í kvöld þegar lið ÍA og Skallagríms mætast í 1. deild karla í körfuknattleik. Skagamenn hafa farið hamförum að undanförnu og unnið sex leiki í röð í deildinni og hafa eflaust hug á að bæta þeim sjöunda við gegn sínum erkifjendum. Skallarnir hafa…Lesa meira