
Útköll björgunarsveita vegna hvassviðris
Björgunarsveitum á sunnanverðu Vesturlandi eru nú að sinna útkallsbeiðnum vegna hvassviðrisins sem gengur yfir. Í Borgarfirði barst síðdegis útkall vegna þakplatna sem voru teknar að losna af starfsmannahúsi við Andakílsárvirkjun. Björgunarfélag Akraness hefur tvívegis í dag borist beiðni um að tryggja festingar báta í höfninni. Síðara útkallið er enn í gangi við smábátabryggjuna þar sem unnið er við að tryggja festar báta. Björgunarsveitin er á vettvangi og siglir m.a. björgunarskipinu Jóni Gunnlaugssyni til að létta störfin. Loks hefur borist beiðni vegna lausra þakplatna við Vesturgöt.
Samkvæmt upplýsingum frá Höskuldi Árnasyni formanni Björgunarsveitarinnar Lífsbjargar í Snæfellsbæ hefur verið mikið um óveðursútköll í dag. Flest smávægileg. Nú er Höskuldur veðurtepptur á Hellissandi vegna snjóflóðs sem féll á veginn undir Ólafsvíkurenni undir kvöld í dag. Höskuldur segir aftakaveður og sumsstaðar hafi vindur í hviðum farið í 60 metra á sek.
Bálhvasst er nú víða á Vesturlandi og ekkert ferðaveður. Vegir á norðanverðu Snæfellsnesi eru lokaðir. Við Hafnarfjall er sömuleiðis mjög hvasst, vindur slær upp í 47 m/sek.
