
Refur í Skagafirði reyndist veikur af fuglaflensu
Tilkynningum sem berast Matvælastofnun um dauða og veika villta fugla hefur fækkað, segir í tilkynningu. Fuglainflúensa hefur ekki greinst í þeim sýnum úr fuglum sem rannsökuð hafa verið síðustu daga. Aftur á móti greindist fuglainflúensa H5N5 í sýni sem tekið var úr refi í Skagafirði í þessari viku. „Matvælastofnun telur ekki tímabært að álykta að sýking í villtum fuglum sé í rénun og biður fólk að vera áfram vakandi fyrir sjúkdómseinkennum í fuglum og að tilkynna stofnuninni um veika og dauða fugla sem það sér.“