
Aurora fiskeldi undirbýr stóra landeldisstöð á Grundartanga
Aurora fiskeldi ehf. fékk í desember 2023 úthlutað 15 hektara lóð í Kataneslandi við Grundartanga fyrir landeldi á laxi. Áætlað er að fullbyggð muni stöðin velta 25-30 milljörðum á ári. Nú er unnið að umhverfismati fyrir reksturinn og ef allar áætlanir ganga eftir hefjast framkvæmdir við uppbyggingu mannvirkja á næsta ári. Ljóst er að hér er um stórt og metnaðarfullt verkefni að ræða en áætlaður kostnaður við uppbyggingu stöðvarinnar er 25-30 milljarðar króna. Leyfi fyrir sjókvíaeldi eru takmörkuð eins og margir þekkja og telja ýmsir að vilji sé ríkari fyrir því að vöxtur í greininni verði á landi. Skessuhorn ræddi við Helga Sigurðsson sem er einn af forsvarsmönnum Aurora fiskeldis.