Fréttir
Svipmynd frá Gámu við Höfðasel. Ljósm. úr safni/ vaks

Á mánudaginn verður byrjað að innheimta gjald í Gámu á Akranesi

Terra mun frá og með mánudeginum 3. febrúar nk. byrja að innheimta gjald fyrir það sem íbúar og fyrirtæki fara með til förgunar og úrvinnslu í gámastöðinni Gámu við Höfðasel. Unnið hefur verið að þessari breytingu á sorphirðumálum á Akranesi í hálft annað ár, en í frétt Skessuhorns í nóvember 2023 kom fram að skipulags- og umhverfisráð Akraneskaupstaðar hafði þá samþykkt breytingu sem byggði á minnisblaði um nýja stefnu í sorpmálum sem nefndist „Greitt þegar hent er.“