Fréttir

true

Almannavarnanefnd fundaði með sérfræðingum um náttúruvá

Síðastliðinn þriðjudag fundaði almannavarnanefnd Vesturlands, ásamt fulltrúum Lögreglustjóraembættisins á Vesturlandi, með sérfræðingum frá Veðurstofu Íslands og Almannavörnum. Tilefni fundarins var aukin jarðskjálftavirkni við Grjótárvatn á Mýrum sem er innan eldstöðvarkerfis Ljósufjalla, sem nær allt frá Snæfellsnesi og í Borgarfjörðu. Að sögn Björns Bjarka Þorsteinssonar formanns almannavarnanefndar Vesturlandi fengu fulltrúar í nefndinni góða kynningu á stöðu…Lesa meira

true

Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðinu á Grund

Síðasta laugardag, 18. janúar, voru 30 ár liðin síðan snjóflóð féll á bæinn Grund í Reykhólahreppi og jafnaði við jörðu nánast öll útihús á bænum. Þegar snjóflóðið féll voru feðgarnir Ólafur Sveinsson og Unnsteinn Hjálmar Ólafsson, bændur á Grund, að ljúka gegningum að kvöldi og voru í þann mund að yfirgefa húsin. Þeir lentu í…Lesa meira

true

Eirpottarnir í Rauðamelshrauni

Það var messudagur á Rauðamel vorið 1959. Eftir messu var kirkjukaffi hjá Dísu. Hlaðið borð af dýrindis kökum, kaffi fyrir fullorðna fólkið og súkkulaði fyrir börnin. Við bræðurnir Ásgeir Gunnar, Þorleifur og Guðmundur Jónssynir frá Þverá vorum fljótir að gleypa í okkur til að komast sem fyrst út í góða veðrið og hitta bræðurna sem…Lesa meira

true

Af þjálfun og keppni í RINGÓ

Undanfarin nokkur ár hefur vaskur hópur Borgfirðinga stundað RINGÓ – afbrigði af blaki – en með gúmmíhringjum. Hópurinn hefur mætt til æfinga í Borgarnesi klukkan 9 á sunnudögum og æft í um klukkustund. Fjórum til fimm sinnum á ári höfum við tekið þátt í mótum og ætíð keppt undir merkjum UMSB, þó svo að sambandið…Lesa meira

true

Sonja Lind inn sem varamaður

Á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar síðasta fimmtudag kom fram að Hafdís Lára Halldórsdóttir hefur beðist lausnar sem varamaður fyrir Framsóknarflokkinn (B lista) í sveitarstjórn. Næsti fulltrúi inn sem varamaður í sveitarstjórn er Sonja Lind Eyglóardóttir Estrajher skv. uppröðun á framboðslista Framsóknarflokksins. Sveitarstjórn veitti á fundinum Hafdísi Láru Halldórsdóttur lausn frá störfum sínum sem varamaður í sveitarstjórn…Lesa meira

true

Ölvaður kom við sögu í tveimur lögregluumdæmum

Í liðinni viku voru rúmlega 20 ökumenn stöðvaðir vegna of hraðs aksturs í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi. Eitthvað var um símanotkun við aksturinn og einnig hafði lögregla afskipti af nokkrum ökumönnum sem höfðu lagt bifreið sinni ólöglega. Lögregla hafði afskipti af númerslausri bifreið í liðinni viku, reyndist ökumaður bifreiðarinnar vera ölvaður við aksturinn og í…Lesa meira

true

Farþegar skemmtiferðaskipa hafa víða verulega þýðingu fyrir atvinnulífið

Á ráðstefnu sem Samtök um söguferðaþjónustu héldu í samstarfi við Íslandsstofu síðastliðinn föstudag voru fjölmörg áhugaverð erindi flutt. Meðal frummælenda var Sigurður Jökull Ólafsson, formaður Cruise Iceland og markaðsstjóri Faxaflóahafna. Í erindi sínu reifaði Sigurður Jökull efnahagslegt mikilvægi skemmtiferðaskipa sem voru áætlaðir 37,2 milljarðar á árinu 2023 í skýrslu Reykjavik Economics. Ferðamenn skemmtiferðaskipa eru sérstaklega…Lesa meira

true

Stuðst við gervigreind til að spá fyrir um fjölda ferðamanna

Ferðamálastofa hefur nú í fyrsta skipti birt spá um fjölda erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll þar sem gervigreind er nýtt til spágerðarinnar. Það er ráðgjafarfyrirtækið Sumo Analytics sem vinnur þessar spár fyrir stofnunina. Ferðamenn á síðasta ári voru 2,261 milljónir en því er nú spáð að á næstu árum fjölgi þeim lítillega, verði 2,337 milljónir árið…Lesa meira

true

Fjáröflunarleikur í Borgarnesi á morgun

Það verður mikið um dýrðir á morgun þegar fjáröflunarleikur í körfubolta verður spilaður í íþróttahúsinu í Borgarnesi. Leikmenn úr 9. – 10. flokki karla hafa skorað á svokallað Stjörnulið til að keppa í körfuboltaleik og tók Stjörnuliðið þeirri áskorun. Í liði Stjörnuliðsins má finna kempur á borð við Óðin Guðmundsson, Pálma Þór Sævarsson og Pétur…Lesa meira

true

Árleg vitundarvakning Krafts að hefjst

Yfirskrift herferðarinnar er: „Ég á lítinn skrítinn skugga – Lífið er núna“ Fjáröflunar – og vitundarvakning Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein er að hefjast. Vitundarvakningin er árleg og er ein stærsta fjáröflun félagsins. Markmið átaksins er að vekja athygli á mikilvægi starfsemi Krafts og veita fólki innsýn inn í þær…Lesa meira