
Hjónin á Grund, Ólafur Sveinsson og Lilja Þórarinsdóttir. Ljósm. af vef Reykhólahrepps
Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðinu á Grund
Síðasta laugardag, 18. janúar, voru 30 ár liðin síðan snjóflóð féll á bæinn Grund í Reykhólahreppi og jafnaði við jörðu nánast öll útihús á bænum. Þegar snjóflóðið féll voru feðgarnir Ólafur Sveinsson og Unnsteinn Hjálmar Ólafsson, bændur á Grund, að ljúka gegningum að kvöldi og voru í þann mund að yfirgefa húsin. Þeir lentu í flóðinu með þeim afleiðingum að Ólafur fórst, en Unnsteinn komst lífs af.