Íþróttir

Fjáröflunarleikur í Borgarnesi á morgun

Það verður mikið um dýrðir á morgun þegar fjáröflunarleikur í körfubolta verður spilaður í íþróttahúsinu í Borgarnesi. Leikmenn úr 9. – 10. flokki karla hafa skorað á svokallað Stjörnulið til að keppa í körfuboltaleik og tók Stjörnuliðið þeirri áskorun. Í liði Stjörnuliðsins má finna kempur á borð við Óðin Guðmundsson, Pálma Þór Sævarsson og Pétur Má Sigurðsson. Kynnir verður Haffi Gunn. Í sumar stefna leikmenn 9. – 10. flokks í körfuboltabúðir til Króatíu og þessi spennandi leikur er liður í fjáröflun þeirra fyrir ferðina. Leikurinn á morgun hefst klukkan 18.00 og kostar 1000 krónur inn á hann.

Fjáröflunarleikur í Borgarnesi á morgun - Skessuhorn