Fréttir

Eirpottarnir í Rauðamelshrauni

Það var messudagur á Rauðamel vorið 1959. Eftir messu var kirkjukaffi hjá Dísu. Hlaðið borð af dýrindis kökum, kaffi fyrir fullorðna fólkið og súkkulaði fyrir börnin. Við bræðurnir Ásgeir Gunnar, Þorleifur og Guðmundur Jónssynir frá Þverá vorum fljótir að gleypa í okkur til að komast sem fyrst út í góða veðrið og hitta bræðurna sem voru í sveit á Rauðamel. Það voru Már og Gísli Jóhannssynir kenndir við Klett í Borgarnesi. Auk þeirra var þarna Kristján Eyþórsson úr Borgarnesi sem var í sveit í Akurholti. Ákeðið var að fara stuttan hellakönnunarleiðangur um hraunið meðan fullorðna fólkið sat að spjalli. Ekki þurfti langt að fara til að til að finna gjótur. Við vorum í sparifötunum þannig að ekki var hægt að fara nema varlega.

Eirpottarnir í Rauðamelshrauni - Skessuhorn