Fréttir

true

Skipt um nót og haldið til veiða

Sjómennirnir á dragnótarbátnum Steinunni SH létu ekki vind og grenjandi rigningu í Ólafsvík á sig fá síðastliðinn miðvikudagsmorgun þegar þeir voru að taka nýja nót um borð. Sú gamla var jafnframt tekin frá borði til að yfirfara hana. Aflabrögð hafa verið með ágætum í dragnótina að undanförnu eins og í önnur veiðarfæri enda Breiðafjörður með…Lesa meira

true

Ekkert lát á framkvæmdum í Búðardal

Framkvæmdir í grunni nýrrar íþróttamiðstöðvar í Búðardal ganga vel. Unnið er að steypu á undirstöðum íþróttasalar og þjónustubyggingar en uppsteypan er vel á veg komin. Þetta kemur fram á heimasíðu Dalabyggðar. Nú þegar snjólétt er og frost lítið er ekkert lát á framkvæmdum. Nú er hafin framleiðsla á burðarvirki en límtré er í framleiðslu í…Lesa meira

true

Laugargerðisskóli til sölu

Sveitarstjórn Eyja- og Miklaholtshrepps hefur ákveðið að fá eignir sveitarfélagsins í Laugargerði metnar og að hefja söluferli á hluta þeirra í framhaldinu. Laugargerðisskóla var lokað árið 2023. Sigurbjörg Ottesen oddviti Eyja- og Miklaholtshrepps staðfesti þetta í samtali við Skessuhorn og segir stefnt á að auglýsa eignir sveitarfélagsins í Laugargerði til sölu sem allra fyrst. „Inn…Lesa meira

true

Niðurröðun komin í 5. deild karla í knattspyrnu

KSÍ hefur gefið út riðlaskiptingu í 5. deild karla 2025 ásamt því að birta drög að niðurröðun leikja. Eftir riðlakeppni fer fram úrslitakeppni tveggja efstu liða í hvorum riðli um tvö sæti sem gefa þátttökurétt í 4. deild árið 2026. Vesturlandsliðin Skallagrímur úr Borgarnesi og Reynir Hellissandi leika í 5. deild næsta sumar og eru…Lesa meira

true

Kúabúum fækkar, þau stækka og afurðir aukast

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins birti í dag á heimasíðu sinni helstu niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar árið 2024. Á nýliðnu ári voru 470 bændur sem skiluðu skýrsluhaldi, fækkaði um 19 frá árinu á undan. Niðurstöðurnar eru þær helstar að ríflega 25 þúsund árskýr í landinu skiluðu að meðaltali 6.523 kílóa nyt. Það er afurðaaukning um 112 kg á…Lesa meira

true

Verkefnið Saman á Skaga ófjármagnað á þessu ári

Á fundi velferðar- og mannréttindaráðs Akraneskaupstaðar síðasta þriðjudag kom fram að virkniverkefnið Saman á Skaga hefur undanfarin ár verið starfrækt með fjármagni frá ríkinu fyrst um sinn og síðan Akraneskaupstað og verið unnið gegn verktakagreiðslum af nokkrum aðilum. Bókað var í velferðar- og mannréttindaráði árið 2023 að gera þyrfti ráð fyrir fjármagni fyrir verkefnið á…Lesa meira

true

Vöruflokkar allt að 12% ódýrari í Prís en Bónus

Vörur í lágvöruverðsverslun Prís í Kópavogi eru 4% ódýrari en í Bónus að meðaltali og einstakir vöruflokkar eru allt að 12% ódýrari samkvæmt athugun sem verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi um síðustu helgi. Rúmlega 500 vörur sem seldar eru í báðum verslununum voru bornar saman og var verð jafnt á einni vöru, 25% lægra í Bónus á…Lesa meira

true

Auglýsa eftir fjárfestum atvinnuhúsnæðis í Búðardal

Nú hefur verið kynnt að fjárfestingafélagið Hvammur ehf., í samstarfi við Byggðastofnun og sveitarfélagið Dalabyggð, leitar eftir fjárfestum vegna byggingar atvinnuhúsnæðis í Búðardal. Eins og fram kom í frétt Skessuhorns í liðnum mánuði hafa Byggðastofnun og Dalabyggð undirritað viljayfirlýsingu þess efnis að Byggðastofnun muni leggja til fjármagn í verkefnið, allt að 150 milljónir króna, og…Lesa meira

true

Fuglaflensa var greind í minki í Vatnsmýrinni

Enn greinist skæð fuglainflúensa H5N5 í villtum fuglum. Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum hefur nú einnig staðfest greiningu á veirunni í minki sem fannst dauður í Vatnsmýrinni í Reykjavík 17. janúar sl. Engin ný tilfelli hafa greinst í köttum eða öðrum spendýrum. „Matvælastofnun berast á hverjum degi fjölmargar tilkynningar um dauða villta fugla. Sýni…Lesa meira

true

Þórdís Kolbrún hyggst ekki sækjast eftir formennsku í Sjálfstæðisflokknum

„Á þeim tímamótum sem flokkurinn er á núna er eðlilegt að þær raddir sem kallað hafa hæst á endurnýjun fái tækifæri til þess að reyna sig og flokkurinn fái að velja nýja forystu. Ég sækist því ekki eftir formennsku eða öðru embætti á næsta landsfundi.“ Þannig mælist Þórdísi Kolbrúnu R Gylfadóttur alþingismanni og varaformanni Sjálfstæðisflokksins…Lesa meira