
Þórdís Kolbrún hyggst ekki sækjast eftir formennsku í Sjálfstæðisflokknum
„Á þeim tímamótum sem flokkurinn er á núna er eðlilegt að þær raddir sem kallað hafa hæst á endurnýjun fái tækifæri til þess að reyna sig og flokkurinn fái að velja nýja forystu. Ég sækist því ekki eftir formennsku eða öðru embætti á næsta landsfundi.“ Þannig mælist Þórdísi Kolbrúnu R Gylfadóttur alþingismanni og varaformanni Sjálfstæðisflokksins í tilkynningu sem hún var að birta á FB síðu sinni. Þórdís hefur sterklega verið nefnd sem arftaki Bjarna Benediktssonar í formannsembætti Sjálfstæðisflokksins, en hann hefur látið af þingmennsku og mun ekki sækjast eftir endurkjöri á landsfundi í lok febrúar.