
Vöruflokkar allt að 12% ódýrari í Prís en Bónus
Vörur í lágvöruverðsverslun Prís í Kópavogi eru 4% ódýrari en í Bónus að meðaltali og einstakir vöruflokkar eru allt að 12% ódýrari samkvæmt athugun sem verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi um síðustu helgi. Rúmlega 500 vörur sem seldar eru í báðum verslununum voru bornar saman og var verð jafnt á einni vöru, 25% lægra í Bónus á fjórum vörum og 0,2-48% lægra í Prís á 509 vörum.