
Auglýsa eftir fjárfestum atvinnuhúsnæðis í Búðardal
Nú hefur verið kynnt að fjárfestingafélagið Hvammur ehf., í samstarfi við Byggðastofnun og sveitarfélagið Dalabyggð, leitar eftir fjárfestum vegna byggingar atvinnuhúsnæðis í Búðardal. Eins og fram kom í frétt Skessuhorns í liðnum mánuði hafa Byggðastofnun og Dalabyggð undirritað viljayfirlýsingu þess efnis að Byggðastofnun muni leggja til fjármagn í verkefnið, allt að 150 milljónir króna, og Dalabyggð muni leggja til lóð, teikningar, gatnagerð og lagnir að lóð þar sem atvinnuhúsnæði mun rísa.