
Uppsláttur sökkulveggja undir íþróttasalnum. Ljósm. dalir.is
Ekkert lát á framkvæmdum í Búðardal
Framkvæmdir í grunni nýrrar íþróttamiðstöðvar í Búðardal ganga vel. Unnið er að steypu á undirstöðum íþróttasalar og þjónustubyggingar en uppsteypan er vel á veg komin. Þetta kemur fram á heimasíðu Dalabyggðar. Nú þegar snjólétt er og frost lítið er ekkert lát á framkvæmdum. Nú er hafin framleiðsla á burðarvirki en límtré er í framleiðslu í Lettlandi og er burðarvirkið ásamt útveggjaeiningunum og tilheyrandi væntanlegt til landsins í mars. Í sumar verður húsinu lokað, lóðafrágangur tekur við ásamt framkvæmdum við sundlaugarsvæði og fleira. Verklok eru áformuð í febrúar 2026.