
Laugargerðisskóli til sölu
Sveitarstjórn Eyja- og Miklaholtshrepps hefur ákveðið að fá eignir sveitarfélagsins í Laugargerði metnar og að hefja söluferli á hluta þeirra í framhaldinu. Laugargerðisskóla var lokað árið 2023. Sigurbjörg Ottesen oddviti Eyja- og Miklaholtshrepps staðfesti þetta í samtali við Skessuhorn og segir stefnt á að auglýsa eignir sveitarfélagsins í Laugargerði til sölu sem allra fyrst.