
Við Hraunfossa í Borgarfirði. Ljósm. mm
Stuðst við gervigreind til að spá fyrir um fjölda ferðamanna
Ferðamálastofa hefur nú í fyrsta skipti birt spá um fjölda erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll þar sem gervigreind er nýtt til spágerðarinnar. Það er ráðgjafarfyrirtækið Sumo Analytics sem vinnur þessar spár fyrir stofnunina. Ferðamenn á síðasta ári voru 2,261 milljónir en því er nú spáð að á næstu árum fjölgi þeim lítillega, verði 2,337 milljónir árið 2025 og 2,392 milljónir árið 2026. Ný spá birtist mánaðarlega og í Mælaborði ferðaþjónustunnar geta notendur nálgast á myndrænan og einfaldan hátt allar helstu upplýsingar um spárnar eftir mánuðum og árum.