
Rétt um klukkan 6 í morgun fór rafmagn af Borgarnesi og varði straumleysið í 17 mínútur. Ástæða bilunarinnar var útleysing á línu frá Hvanneyri og í átt að Borgarnesi.Lesa meira

Rétt um klukkan 6 í morgun fór rafmagn af Borgarnesi og varði straumleysið í 17 mínútur. Ástæða bilunarinnar var útleysing á línu frá Hvanneyri og í átt að Borgarnesi.Lesa meira

Síðasta sunnudag var kynnt hver hlaut nafnbótina Íþróttamanneskja HSH árið 2024 og var viðburðurinn að Langaholti. Að auki var vinnuþjörkum og sjálfboðaliðum HSH veittar viðurkenningar fyrir þeirra störf. Siguroddur Pétursson var kjörinn Íþróttamanneskja HSH 2024 ásamt því að vera Hestaíþróttamanneskja HSH 2024. Siguroddur hefur staðið sig gríðarlega vel á árinu og á Landsmóti hestamanna keppti…Lesa meira

Í kvöld klukkan 20 ætla félagar í Fornbílafjelagi Borgarfjarðar að koma saman á Hótel Borgarnesi. Kaffi og veitingar verða í boði félagsins, en tilefnið er að í dag verður Sæmundur Sigmundsson fyrrum sérleyfishafi 90 ára. Sæmundur verður reyndar ekki sjálfur mættur á samkomuna. Hann ásamt Ólafi heitnum Helgasyni voru aðal hvatamenn að stofnun Fornbílafjelagsins. Í…Lesa meira

Fyrsta sýning ársins 2025 í Hallsteinssal Safnahúss Borgarfjarðar í Borgarnesi var opnuð á laugardaginn. Sýningin ber heitið Góð byrjun og eru þar til sýnis málverk listakonunnar Ólafíu Kristjánsdóttur. Ólafía hefur m.a. getið sér gott orð í heimi húðflúrara, eins og fram kom í viðtali við hana í Skessuhorni fyrir nokkrum vikum síðan. Listaverk hennar í…Lesa meira

Rætt við Birtu Björk Birgisdóttur sem þrátt fyrir veikindi sín leggur mikla áherslu á að fólk lifi og njóti Næstkomandi miðvikudagskvöld verða í Hjálmakletti í Borgarnesi tónleikar til stuðnings Birtu Bjarkar Birgisdóttur, 22 ára konu í Borgarnesi sem í nóvember greindist með illvígt krabbamein sem einungis leggst á ungt fólk. Hún hafði fram á síðasta…Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar var síðdegis í dag kölluð út af Lögreglunni á Vesturlandi. Vinnuslys hafði orðið í Ólafsvík. Þyrlan er nú á flugvellinum í Rifi þangað sem sjúkrabifreið flutti slasaðan einstakling. Lögregla verst frekari frétta.Lesa meira

ÍA og Sindri mættust í sannkölluðum toppslag í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og var leikurinn í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Tæplega tvö hundruð áhorfendur voru mættir og mikil stemning í húsinu enda mikið undir í leiknum. Sindri gat haldið toppsætinu með sigri á meðan heimamenn gátu jafnað gestina að stigum og því mátti…Lesa meira

Í gær, 12. janúar, voru 45 ár síðan félagsmiðstöðin Arnardalur opnaði fyrst dyr sínar fyrir börnum og ungmennum Akraneskaupstaðar. Þetta kemur fram í færslu á fésbókarsíðu Arnardals. Þar segir að síðastliðin 45 ár hafa húsakynni Arnardals verið eins og annað heimili margra og bera margir sterkar taugar til félagsmiðstöðvarinnar sinnar. „Gleði, væntumþykja, víðsýni, lýðræði, vinátta,…Lesa meira

Á morgun, þriðjudag, mun Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri Borgarbyggðar eiga fund með fulltrúum fjarskiptafyrirtækisins Mílu og Veðurstofunnar. Tilefnið er að bæta fjarskiptasamband á svæði í norðvestanverðri Borgarbyggð, í Hítardal, Hraundal og fjalllendinu þar fyrir ofan. Það nær m.a. til svæðisins nærri Grjótárvatni þar sem tíðir jarðskjálftar hafa verið að undanförnu. Skjálftarnir benda til kvikuinnskots á…Lesa meira

Skallagrímur tók á móti Ármanni í 1. deild karla í körfubolta á föstudaginn. Fyrir leikinn voru gestirnir í öðru sæti deildarinnar með 18 stig en heimamenn í Skallagrími í tíunda sæti með 6 stig. Skallagrímur var með nýjan leikmann, bakvörðinn Luke Moyer, en nýi hávaxni bandaríski leikmaðurinn, Jermaine Hamlin var ekki kominn með leikheimild og…Lesa meira