Fréttir

true

Aldís Ylfa ráðin til KSÍ

Skagakonan Aldís Ylfa Heimisdóttir hefur verið ráðin landsliðsþjálfari U17 og U16 kvenna í knattspyrnu. Fram kemur á vef KSÍ að Aldís Ylfa er með KSÍ A-gráðu í þjálfun og meistaragráðu í verkefnastjórnun og var aðstoðarþjálfari í yngri landsliðum kvenna árin 2021-2023 (U15-U16-U17) ásamt því að starfa við Hæfileikamótun KSÍ.  Þá starfaði hún sem þjálfari hjá…Lesa meira

true

Skjálfti síðdegis í gær

Klukkan 17:19 í gær, sunnudag, varð jarðskjálfti upp á 2,9 stig undir Grjótárvatni á Mýrum. Fannst hann vel í byggð. Tveir minni skjálftar fylgdu í kjölfarið. Í nótt mældust tveir smærri skjálftar, hvor um sig 1,5 stig. Skjálftinn í gær var með þeim stærri á svæðinu og telja vísindamenn hann hafa orðið á 18 kílómetra…Lesa meira

true

Rauða kross búðin í Borgarnesi færir sig um set

Tómlegt er um að litast í búð Rauða krossins við Brákarbraut í Borgarnesi þessa dagana og mætti halda að desember útsalan sem var þar haldin hafi gengið svona glimrandi vel. Það gerði hún vissulega, en ástæðan er að breytingar verða á staðsetningu búðarinnar. Hún verður nú flutt að Borgarbraut 57 en einhverjar vikur munu þó…Lesa meira

true

Annar köttur dauður úr fuglainflúensu

Eins og fram kom í frétt Matvælastofnunar í síðustu viku greindist skæð fuglainflúensa H5N5 í ketti sem drapst fyrir jól. Á föstudaginn greindi svo Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum skæða fuglainflúensu H5N5 í öðrum ketti. Sá köttur var af heimili á Seltjarnarnesi. Hann hafði verið veikur með svipuð einkenni og fyrri kötturinn; hita, slappleika…Lesa meira

true

Ræddu fyrirkomulag rekstrar tjaldsvæða

Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar sem fram fór á fimmtudaginn var rætt um fyrirkomulag rekstrar tjaldsvæða í Borgarbyggð en samningur um rekstur þeirra eru lausir. Tjaldsvæðin í Borgarnesi og á Varmalandi eru í eigu sveitarfélagsins. Byggðarráð lagði til, að fenginni umsögn umhverfis- og landbúnaðarnefndar, að sveitarstjóra verði falið að auglýsa eftir áhugasömum aðilum um að taka…Lesa meira

true

Breytingar á sjúkratryggingu tóku gildi um áramótin

Ný lög um sjúklingatryggingu tóku gildi 1. janúar síðastliðinn, ásamt nýrri reglugerð um iðgjöld vegna sjúklingatryggingar. Lögin fela í sér ýmsar breytingar sem styrkja réttarstöðu sjúklinga sem verða fyrir heilsutjóni í tengslum við veitta heilbrigðisþjónustu. Verklag við meðferð bótamála hefur verið samræmt og hámarksbætur hækkaðar um 50%, úr u.þ.b. 14 milljónum króna í 21 m.kr.…Lesa meira

true

Guðmundur SH 235 kominn til heimahafnar

Nýtt skip; Guðmundur SH-235, í eigu Guðmundar Runólfssonar hf í Grundarfirði kom í fyrsta skipti til heimahafnar í morgun. Skipið hét áður Sturla GK og var í eigu Þorbjarnarins í Grindavík. Þetta er systurskip Runólfs SH sem fyrirtækið gerir einnig út. Guðmundur SH leysir Hring SH af hólmi og flyst áhöfnin yfir á þetta nýja…Lesa meira

true

Alexandra Björg er íþróttamaður Grundarfjarðar 2024

Val á íþróttamanni Grundarfjarðar var kunngjört við hátíðlega athöfn í Samkomuhúsi Grundarfjarðar á gamlársdag. Það er íþrótta- og tómstundanefnd bæjarins, ásamt fulltrúum íþróttafélaganna fjögurra, sem velur íþróttamann Grundarfjarðar út frá tilnefningum íþróttafélaga og deilda. Að þessu sinni voru fjórir afreksíþróttamenn tilnefndir, en það voru þau Anna María Reynisdóttir fyrir golf, Dagný Rut Kjartansdóttir fyrir skotfimi,…Lesa meira

true

Asahláka og hvassviðri í nótt

Frá því í nótt og þangað til í fyrramálið er gul viðvörun í gildi víða um sunnan- og vestanvert landið og m.a. við Faxaflóa og Breiðafjörð vegna hvassviðris og asahláku. „Suðaustan hvassviðri eða stormur og talsverð riging. Búast má við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikil hálka getur myndast þar…Lesa meira

true

Kveiktu varðeld á skólalóðinni

Það var sannkölluð gæðastund í Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit síðasta miðvikudagsmorgun þegar kveiktur var eldur á skólalóðinni í fimbulkulda og snjó. Nemendur fengu heitan súkkulaðidrykk, sungu og hlustuðu á tónlist. „Verkefnið er eitt af grænfánaverkefnum skólans og það var umhverfisnefnd Heiðarskóla, skipuð einum fulltrúa úr hverjum bekk, sem stóð fyrir þessu verkefni sem var í alla…Lesa meira