Fréttir

true

Samþykktu tekjumörk vegna afsláttar af fasteignaskatti

Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar í gær var lögð fram og samþykkt tillaga að tekjumörkum vegna afsláttar fasteignaskatts elli- og örorkulífeyrisþega í sveitarfélaginu. Tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar sem eiga lögheimili í Borgarbyggð eiga rétt á afslætti af fasteignaskatti skv. reglum og ákvörðun sveitarstjórnar hvert ár. Hjá hjónum og sambýlisfólki ræður aldur þess er fyrr verður 67…Lesa meira

true

Metár að baki í fiskeldi hér á landi

Í Radarnum, mælaborði sjávarútvegsins, kemur fram að útflutningsverðmæti eldisafurða í fiski á nýliðnu ári nam tæpum 54 milljörðum króna og hefur aldrei áður verið meira. Það er rúmlega 16% aukning frá árinu 2023, bæði á breytilegu og föstu gengi. Útflutningsverðmæti eldisafurða var rúmlega 15% af útflutningsverðmæti sjávarafurða og um 6% af verðmæti vöruútflutnings alls. Þau…Lesa meira

true

Snæfell með tap í fyrsta leik ársins

Fyrsti leikur 1. deildar karla í körfubolta á nýju ári fór fram í gærkvöldi en Snæfell tók þá á móti Fjölni í Stykkishólmi. Snæfell var fyrir leikinn með sex stig í deildinni en Fjölnir með átta. Snæfell byrjaði leikinn af miklum krafti og var með fínt forskot þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður, 12-6, en gestirnir…Lesa meira

true

Úthlutað úr Lista- og menningarsjóði Stykkishólms

Stjórn Lista- og menningarsjóðs Stykkishólms kom saman til fundar 3. janúar síðastliðinn. Auglýst hafði verið eftir umsóknum í sjóðinn snemma í desember og var umsóknarfrestur til 1. janúar í samræmi við reglur sjóðsins. Verkefni stjórnar var að fara yfir og meta þær átta styrkumsóknir sem borist höfðu fyrir fundinn. Farið var yfir umsóknir og tillögur…Lesa meira

true

Samningur undirritaður vegna byggingar fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi

Í morgun var undirritaður samningur á milli Ístaks og Borgarbyggðar vegna byggingar á nýju fjölnota íþróttahúsi vestan við Skallagrímsvöll í Borgarnesi. Húsið verður fyrst og fremst knatthús. Tilboð í verkið voru opnuð í desember á nýliðnu ári og var það verktakafélagið Ístak sem átti lægsta boð í alútboði um bygginguna. Fram kom við opnun tilboða…Lesa meira

true

Vekja athygli á fjarskiptaöryggi vegna jarðhræringa

Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar í gær var til umræðu jarðskjálftavirknin við Grjótárvatn og viðbrögð við henni. Þar var bókað að byggðarráð fylgist nú grannt með þróun skjálftavirkni við Grjótárvatn en leggur áherslu á að fjarskiptaöryggi verði tryggt. „Miðja yfirstandandi skjálftavirkni er utan alfaraleiðar en þó óþægilega nærri efstu bæjum og frístundabyggð þar sem dvalið er…Lesa meira

true

Svipuð stofnvísitala þorsks en meðalþyngd lægri

Stofnvísitala þorsks er svipuð og undanfarin þrjú ár og er yfir meðaltali áranna 1996-2024. Í samantekt Hafrannsóknastofnunar kemur fram að yngsti árgangur þorsks mælist undir meðalstærð í fjölda en eins árs þorskur er hins vegar nálægt langtímameðaltali. Meðalþyngdir flestra árganga þorsks mældust undir meðaltali áranna 1996–2024. Stofnvísitala ýsu er há líkt og tvö síðustu ár…Lesa meira

true

Skrefi nær viðurkenningu sem barnvænt sveitarfélag

Akraneskaupstaður hefur nú lokið fjórða skrefi innleiðingarferlisins með gerð aðgerðaáætlunar sem samþykkt var í bæjarstjórn 10. desember sl. Teknar voru saman 17 aðgerðir sem mynda aðgerðaáætlun Akraneskaupstaðar vegna innleiðingar Barnasáttmálans Sameinuðu þjóðanna. Í ljósi þess að allar aðgerðirnar hafa verið samþykktar og settar í framkvæmd er stefnt að viðurkenningu á þessu ári, 2025. Fram kemur…Lesa meira

true

Freyja Þöll ráðin deildarstjóri hjá Hvalfjarðarsveit

Á fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar á miðvikudag lagði Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti fram eftirfarandi tillögu: „Sveitarstjórn samþykkir að stofnuð verði ný deild, Velferðar- og fræðsludeild, í því skyni að tryggja samfellda og samþætta þjónustu fyrir íbúa sveitarfélagsins. Með stofnun deildarinnar er stefnt að aukinni skilvirkni, bættri yfirsýn og samþættingu þjónustu sem tengist velferð og fræðslu. Sveitarstjórn…Lesa meira

true

Sigurbjörg VE landaði í Grundarfirði

Togarinn Sigurbjörg VE 67 kom til hafnar í Grundarfirði í gær í blíðskapar veðri. Starfsmenn Djúpakletts hófu strax vinnu við að landa úr skipinu og vörubílar frá Ragnari og Ásgeiri biðu átekta á höfninni eftir því að flytja aflann til vinnslu. Sigurbjörg VE var smíðað í Tyrklandi árið 2024 og er því splunkunýtt í íslenska…Lesa meira