
Skipið er allt hið glæsilegasta þar sem það lá tignarlegt við landfestar. Ljósmyndir: tfk
Sigurbjörg VE landaði í Grundarfirði
Togarinn Sigurbjörg VE 67 kom til hafnar í Grundarfirði í gær í blíðskapar veðri. Starfsmenn Djúpakletts hófu strax vinnu við að landa úr skipinu og vörubílar frá Ragnari og Ásgeiri biðu átekta á höfninni eftir því að flytja aflann til vinnslu. Sigurbjörg VE var smíðað í Tyrklandi árið 2024 og er því splunkunýtt í íslenska flotanum. Skipið er 45 metra langt og 14 metra breitt og er 1678 BT. Það er Ísfélagið í Vestmannaeyjum sem gerir skipið út en það kom til landsins í júlí á síðasta ári. Aflinn var 73 tonn og samanstóð hann af þorski, ýsu, ufsa og karfa.