Fréttir
Þorski úr Faxaflóa landað á Akranesi. Ljósm. mm

Svipuð stofnvísitala þorsks en meðalþyngd lægri

Stofnvísitala þorsks er svipuð og undanfarin þrjú ár og er yfir meðaltali áranna 1996-2024. Í samantekt Hafrannsóknastofnunar kemur fram að yngsti árgangur þorsks mælist undir meðalstærð í fjölda en eins árs þorskur er hins vegar nálægt langtímameðaltali. Meðalþyngdir flestra árganga þorsks mældust undir meðaltali áranna 1996–2024. Stofnvísitala ýsu er há líkt og tvö síðustu ár og sýnir hraða stækkun stofnsins í kjölfar góðrar nýliðunar. Árgangar ýsu sem nú eru 3–5 ára mælast yfir meðalstærð en árgangar 0–3 ára undir meðalstærð í fjölda.