Fréttir
F.v. Svartafjall, Snjófjall eða Litla-Skyrtunna, Skyrtunna og Hestur, allt fjallstoppar í Ljósufellakerfinu. Myndin er tekin frá afleggjaranum að Hallkelsstaðahlíð í Hnappadal. Ljósm. só

Vekja athygli á fjarskiptaöryggi vegna jarðhræringa

Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar í gær var til umræðu jarðskjálftavirknin við Grjótárvatn og viðbrögð við henni. Þar var bókað að byggðarráð fylgist nú grannt með þróun skjálftavirkni við Grjótárvatn en leggur áherslu á að fjarskiptaöryggi verði tryggt.

„Miðja yfirstandandi skjálftavirkni er utan alfaraleiðar en þó óþægilega nærri efstu bæjum og frístundabyggð þar sem dvalið er allan ársins hring. Svæðið er mjög vinsælt útivistarsvæði og afréttur. Byggðarráð leggur áherslu á að fjarskiptaöryggi á svæðinu verði aukið og fagnar áformum Veðurstofu um aukna vöktun Ljósufjallakerfisins. Framundan er fundur í Almannavarnanefnd Vesturlands til að fara yfir stöðuna og fundir með Veðurstofu og fjarskiptafélögum,“ segir í bókun ráðsins.

Vekja athygli á fjarskiptaöryggi vegna jarðhræringa - Skessuhorn