Fréttir
Börn að leik á Akranesi. Ljósm. vaks

Skrefi nær viðurkenningu sem barnvænt sveitarfélag

Akraneskaupstaður hefur nú lokið fjórða skrefi innleiðingarferlisins með gerð aðgerðaáætlunar sem samþykkt var í bæjarstjórn 10. desember sl. Teknar voru saman 17 aðgerðir sem mynda aðgerðaáætlun Akraneskaupstaðar vegna innleiðingar Barnasáttmálans Sameinuðu þjóðanna. Í ljósi þess að allar aðgerðirnar hafa verið samþykktar og settar í framkvæmd er stefnt að viðurkenningu á þessu ári, 2025.

Skrefi nær viðurkenningu sem barnvænt sveitarfélag - Skessuhorn