Fréttir
Fyrsti formlegi verkfundur vegna fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi hófst strax að undirskrift lokinni. Ljósm. hig

Samningur undirritaður vegna byggingar fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi

Í morgun var undirritaður samningur á milli Ístaks og Borgarbyggðar vegna byggingar á nýju fjölnota íþróttahúsi vestan við Skallagrímsvöll í Borgarnesi. Húsið verður fyrst og fremst knatthús. Tilboð í verkið voru opnuð í desember á nýliðnu ári og var það verktakafélagið Ístak sem átti lægsta boð í alútboði um bygginguna. Fram kom við opnun tilboða í desember að Ístak bauð 1.754 milljónir króna, sem var 95% af kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á 1.840 milljónir.

Samningur undirritaður vegna byggingar fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi - Skessuhorn