Fréttir
Guðmundur SH 235 við landfestar í Grundarfjarðarhöfn. Ljósmyndir: tfk

Guðmundur SH 235 kominn til heimahafnar

Nýtt skip; Guðmundur SH-235, í eigu Guðmundar Runólfssonar hf í Grundarfirði kom í fyrsta skipti til heimahafnar í morgun. Skipið hét áður Sturla GK og var í eigu Þorbjarnarins í Grindavík. Þetta er systurskip Runólfs SH sem fyrirtækið gerir einnig út. Guðmundur SH leysir Hring SH af hólmi og flyst áhöfnin yfir á þetta nýja og glæsilega skip. Skipið var svo nefnt og blessað um nónbil í dag við hátíðlega athöfn á bryggjunni. Skipið heldur svo strax til veiða.

Guðmundur SH 235 kominn til heimahafnar - Skessuhorn