Fréttir

Asahláka og hvassviðri í nótt

Frá því í nótt og þangað til í fyrramálið er gul viðvörun í gildi víða um sunnan- og vestanvert landið og m.a. við Faxaflóa og Breiðafjörð vegna hvassviðris og asahláku. „Suðaustan hvassviðri eða stormur og talsverð riging. Búast má við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikil hálka getur myndast þar sem rignir á klakabunka eða þjappaðan snjó. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og fylgjast með veðurspám."

Asahláka og hvassviðri í nótt - Skessuhorn