
Rauða kross búðin í Borgarnesi mun færa sig að Borgarbraut 57 í tengibygginguna milli hótels og fjölbýlishússins. Ljósm. mm.
Rauða kross búðin í Borgarnesi færir sig um set
Tómlegt er um að litast í búð Rauða krossins við Brákarbraut í Borgarnesi þessa dagana og mætti halda að desember útsalan sem var þar haldin hafi gengið svona glimrandi vel. Það gerði hún vissulega, en ástæðan er að breytingar verða á staðsetningu búðarinnar. Hún verður nú flutt að Borgarbraut 57 en einhverjar vikur munu þó líða þangað til verslunin verður opnuð á nýjum stað.