
Frá skurðdeild Landspítalans. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Ljósm. Landspítalinn.
Breytingar á sjúkratryggingu tóku gildi um áramótin
Ný lög um sjúklingatryggingu tóku gildi 1. janúar síðastliðinn, ásamt nýrri reglugerð um iðgjöld vegna sjúklingatryggingar. Lögin fela í sér ýmsar breytingar sem styrkja réttarstöðu sjúklinga sem verða fyrir heilsutjóni í tengslum við veitta heilbrigðisþjónustu. Verklag við meðferð bótamála hefur verið samræmt og hámarksbætur hækkaðar um 50%, úr u.þ.b. 14 milljónum króna í 21 m.kr.