Fréttir
Tilraunstöð HÍ í meinafræði er í Keldum. Þar vori smitin staðfest.

Annar köttur dauður úr fuglainflúensu

Eins og fram kom í frétt Matvælastofnunar í síðustu viku greindist skæð fuglainflúensa H5N5 í ketti sem drapst fyrir jól. Á föstudaginn greindi svo Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum skæða fuglainflúensu H5N5 í öðrum ketti. Sá köttur var af heimili á Seltjarnarnesi. Hann hafði verið veikur með svipuð einkenni og fyrri kötturinn; hita, slappleika og taugaeinkenni (krampa og stífleika), áður en hann var aflífaður. Líklegast er að hann hafi smitast af fuglshræi. Aðrir kettir eru á heimilinu og þeir eru frískir. Engin tenging er milli kattanna sem greinst hafa með fuglainflúensu og ekkert bendir til þess að fuglainflúensan smitist milli katta, að sögn starfsfólks Matvælastofnunar.

Annar köttur dauður úr fuglainflúensu - Skessuhorn