
Tilraunstöð HÍ í meinafræði er í Keldum. Þar vori smitin staðfest.
Annar köttur dauður úr fuglainflúensu
Eins og fram kom í frétt Matvælastofnunar í síðustu viku greindist skæð fuglainflúensa H5N5 í ketti sem drapst fyrir jól. Á föstudaginn greindi svo Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum skæða fuglainflúensu H5N5 í öðrum ketti. Sá köttur var af heimili á Seltjarnarnesi. Hann hafði verið veikur með svipuð einkenni og fyrri kötturinn; hita, slappleika og taugaeinkenni (krampa og stífleika), áður en hann var aflífaður. Líklegast er að hann hafi smitast af fuglshræi. Aðrir kettir eru á heimilinu og þeir eru frískir. Engin tenging er milli kattanna sem greinst hafa með fuglainflúensu og ekkert bendir til þess að fuglainflúensan smitist milli katta, að sögn starfsfólks Matvælastofnunar.