Fréttir
F.v. Svartafjall, Snjófjall eða Litla-Skyrtunna, Skyrtunna og Hestur, allt fjallstoppar í Ljósufellakerfinu. Myndin er tekin frá afleggjaranum að Hallkelsstaðahlíð í Hnappadal. Ljósm. só

Skjálfti síðdegis í gær

Klukkan 17:19 í gær, sunnudag, varð jarðskjálfti upp á 2,9 stig undir Grjótárvatni á Mýrum. Fannst hann vel í byggð. Tveir minni skjálftar fylgdu í kjölfarið. Í nótt mældust tveir smærri skjálftar, hvor um sig 1,5 stig. Skjálftinn í gær var með þeim stærri á svæðinu og telja vísindamenn hann hafa orðið á 18 kílómetra dýrpi. Þeir eru á einu máli um að orsök skjálftahrinunnar sé kvikuinnskot á miklu dýpi. Telja þeir ómögulegt að fullyrða um hvort innskotin leiði til eldgoss.