
Sæmundur Sigmundsson er fæddur 14. janúar 1935 og er því 90 ára í dag. Ljósm. úr safni/mm
Fornbílafjelagar hittast á afmælisdegi Sæmundar
Í kvöld klukkan 20 ætla félagar í Fornbílafjelagi Borgarfjarðar að koma saman á Hótel Borgarnesi. Kaffi og veitingar verða í boði félagsins, en tilefnið er að í dag verður Sæmundur Sigmundsson fyrrum sérleyfishafi 90 ára. Sæmundur verður reyndar ekki sjálfur mættur á samkomuna. Hann ásamt Ólafi heitnum Helgasyni voru aðal hvatamenn að stofnun Fornbílafjelagsins. Í tilkynningu frá félaginu segir að farið verði yfir lífshlaup Sæmundar og eitthvað rýnt í bókina um hann og sagðar sögur.