Fréttir

true

Gin- og klaufaveiki greindist í vatnabuffalóum í Þýskalandi

Gin- og klaufaveiki greindist í þremur vatnabuffalóum í Þýskalandi 9. janúar síðastliðinn. Þetta er einn af mest smitandi og alvarlegastu smitsjúkdómum í dýrum. Strangar ráðstafanir hafa verið gerðar í Þýskalandi til að hindra útbreiðslu veirunnar. „Matvælastofnun vill minna fólk á að gæta ávallt hreinlætis í umgengni við dýr erlendis, þrífa skófatnað og þvo föt sem…Lesa meira

true

Adda Sigríður færir sig til Akureyrar

Unglingalandsliðskonan í körfubolta, Adda Sigríður Ásmundsdóttir, er gengin til liðs við Þór á Akureyri og fer því frá Snæfelli í Stykkishólmi. Þetta kemur fram á heimasíðu Þórs. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Adda verið ein af burðarásum liðsins en hún hefur leikið í efstu deild og í 1. deild kvenna ásamt því að hafa leikið…Lesa meira

true

Mynd af Ólafsvíkurvelli meðal bestu íþróttaljósmynda ársins

Sérfræðingar breska blaðsins The Guardian völdu fyrir helgi 22 bestu íþróttaljósmyndir ársins 2024 og birtu á vefsíðu þess. Þetta kemur fram á vef mbl.is. Ein af myndunum sem var valin var tekin af Ólafsvíkurvelli að vetri til. Á myndinni má sjá helming keppnisvallarins undir snjó á meðan grænt gervigrasið nýtur sín á hinum helmingnum.Lesa meira

true

Hafnarfjall Ultra hlaup í sumar

Ræst verður í fyrsta sinn í Borgarnesi í sumar, utanvegahlaupið Hafnarfjall Ultra. Hlaupið verður laugardaginn 28. júní en Hlaupahópurinn Flandri í Borgarnesi stendur að hlaupinu og skipulagningu þess. Hópurinn hefur um árabil staðið fyrir Flandrasprettum, sem eru 5 km götuhlauparöð sem haldin er mánaðarlega yfir vetrarmánuðina. Skessuhorn hafði samband við Stefán Gíslason, einn skipuleggjenda hlaupsins…Lesa meira

true

Magnúsarvaka verður í félagsheimilinu Brún á laugardaginn

Jakob Frímann, Soffía Björg, Varmalækjarbræður og fleiri listamenn koma fram við aldarminningu Magnúsar frá Hvítárbakka Fjölþætt Magnúsarvaka verður laugardaginn 18. janúar kl. 21 í félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit. Þar munu Jakob Frímann Magnússon, Soffía Björg, Varmalækjarbræður og fleiri listamenn koma fram við aldarminningu Magnúsar Guðmundssonar frá Hvítárbakka. „Fjölþætt skemmtidagskrá verður í boði undir stjórn Jakobs…Lesa meira

true

Úthlutað úr Íþróttasjóði ríkisins

Íþróttanefnd hefur ákveðið að úthluta 21,15 milljónum króna til 71 verkefnis fyrir árið 2025. Íþróttasjóður byggir á Íþróttalögum nr. 64/1998 og reglugerð um sjóðinn nr. 803/2008.  Markmið sjóðsins er að stuðla að nýsköpun og eflingu íþróttastarfs fyrir börn og unglinga, efla þekkingu þjálfara og leiðbeinenda í íþróttastarf, auka gildi íþróttastarfs í forvörnum og auka veg…Lesa meira

true

Bókasafninu lokað tímabundið

Vegna gólfefnaskipta verður Bókasafn Akraness lokað frá þriðjudeginum 14. janúar til mánudagsins 27. janúar. „Við vonum að allt gangi fljótt og vel fyrir sig en athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um hvernig gengur,“ segir í tilkynningu.Lesa meira

true

80´s kvöld í Bíóhöllinni á föstudaginn

Næsta föstudagskvöld verður haldið 80´s kvöld í Bíóhöllinni á Akranesi sem Skagamaðurinn og blaðamaður Skessuhorns, Valdi Kriss, stendur fyrir. Um er að ræða það sem kallast á ensku Lip Sync og hefur ekki verið gert með þessum hætti á klakanum svo vitað sé. Valdi segir að á dagskrá verði vinsæl 80´s lög og valin í…Lesa meira

true

Félagsmenn Visku sjá tækifæri til hagræðingar hjá hinu opinbera

„85% sérfræðinga hjá ríkinu sjá tækifæri til hagræðingar á sínum vinnustað og 86% eru hlynnt áformum um aukið hagræði í ríkisrekstri. Starfsfólk upplifir að ekki sé hlustað á þeirra sjónarmið, þrátt fyrir dýrmæta innsýn í starfsemi stofnana. Flatur og ómarkviss niðurskurður hefur leitt til þess að álag er við þolmörk á mörgum stofnunum.“ Þetta er…Lesa meira

true

Óvissa ríkir um rekstraraðila Baldurs

Eins og fram kom í frétt Skessuhorns í byrjun desember átti fyrirtækið Ferjuleiðir ehf. lægsta tilboð í rekstur Breiðafjarðarferjunnar Baldurs frá og með næsta vori. Tilboð fyrirtækisins hljóðaði upp á 1750,6 milljónir króna sem var 91,8% af áætluðum rekstrarkostnaði Vegagerðarinnar. Tvö önnur tilboð bárust. Sjótækni ehf bauð 1795,7 milljónir króna og loks buðu Sæferðir ehf.,…Lesa meira