Fréttir
Skotfélagið Skotgrund hlaut tvo styrki upp á 500.000 kr. Ljósm. tfk

Úthlutað úr Íþróttasjóði ríkisins

Íþróttanefnd hefur ákveðið að úthluta 21,15 milljónum króna til 71 verkefnis fyrir árið 2025. Íþróttasjóður byggir á Íþróttalögum nr. 64/1998 og reglugerð um sjóðinn nr. 803/2008.  Markmið sjóðsins er að stuðla að nýsköpun og eflingu íþróttastarfs fyrir börn og unglinga, efla þekkingu þjálfara og leiðbeinenda í íþróttastarf, auka gildi íþróttastarfs í forvörnum og auka veg og virðingu íþróttastarfs í samfélaginu. Sjóðurinn er vistaður hjá Rannís. Nefndinni bárust 194 umsóknir að upphæð tæplega 230 milljónir styrki úr Íþróttasjóði vegna ársins 2025. Alls voru 114 umsóknir um styrki til að bæta aðstöðu til íþróttaiðkunar að upphæð rúmlega 157 m. kr. Styrkumsóknir um fræðslu- og útbreiðsluverkefni voru 54 að upphæð um 62,8 m. kr. og umsóknir vegna íþróttarannsókna voru ellefu að upphæð rúmlega 30,5 m. kr.

Úthlutað úr Íþróttasjóði ríkisins - Skessuhorn