
Gin- og klaufaveiki greindist í vatnabuffalóum í Þýskalandi
Gin- og klaufaveiki greindist í þremur vatnabuffalóum í Þýskalandi 9. janúar síðastliðinn. Þetta er einn af mest smitandi og alvarlegastu smitsjúkdómum í dýrum. Strangar ráðstafanir hafa verið gerðar í Þýskalandi til að hindra útbreiðslu veirunnar. „Matvælastofnun vill minna fólk á að gæta ávallt hreinlætis í umgengni við dýr erlendis, þrífa skófatnað og þvo föt sem hafa verið í snertingu við dýr, áður en komið er heim. Jafnframt er gífurlega mikilvægt að gæta þess að klaufdýr komist ekki í óhitameðhöndluð matvæli,“ segir í tilkynningu frá stofnuninni.