
Stefán Gíslason og Hlaupahópurinn Flandri sjá um skipulagningu.
Hafnarfjall Ultra hlaup í sumar
Ræst verður í fyrsta sinn í Borgarnesi í sumar, utanvegahlaupið Hafnarfjall Ultra. Hlaupið verður laugardaginn 28. júní en Hlaupahópurinn Flandri í Borgarnesi stendur að hlaupinu og skipulagningu þess. Hópurinn hefur um árabil staðið fyrir Flandrasprettum, sem eru 5 km götuhlauparöð sem haldin er mánaðarlega yfir vetrarmánuðina.