
Ólafía Kristjánsdóttir við verk sín í Hallsteinssal. Ljósm. hig
Margmenni á sýningunni Góð byrjun í Hallsteinssal
Fyrsta sýning ársins 2025 í Hallsteinssal Safnahúss Borgarfjarðar í Borgarnesi var opnuð á laugardaginn. Sýningin ber heitið Góð byrjun og eru þar til sýnis málverk listakonunnar Ólafíu Kristjánsdóttur. Ólafía hefur m.a. getið sér gott orð í heimi húðflúrara, eins og fram kom í viðtali við hana í Skessuhorni fyrir nokkrum vikum síðan. Listaverk hennar í Hallsteinssal verða gestum til sýnis til 8. febrúar. Sjón er sögu ríkari.