Fréttir

true

Landsnet þvertekur fyrir að til standi að byggja Holtavörðulínu 1 sem 400 kV línu

Landsnet áformar að reisa allt að 91 km langa 220 kV raflínu, Holtavörðaheiðarlínu 1, á næstu árum. Mun hún liggja frá Klafastöðum í Hvalfirði að nýju tengivirki á Holtavörðuheiði. Í kynningu um verkefnið segir að markmið framkvæmdarinnar sé að; „bæta afhendingaröryggið á byggðalínusvæði og bæta tiltæka afhendingargetu ásamt því að stuðla að orkuskiptum í landinu…Lesa meira

true

Nokkurra bíla árekstur á Vatnaleið

Síðdegis í gær varð árekstur nokkura bíla á sunnanverðri Vatnaleið á Snæfellsnesi. Eins og kom fram í frétt hér á vefnum í gærkvöldi torveldaði bylur skyggni þegar óhappið varð. Engin slys urðu á fólki. Töluvert langar bílaraðir mynduðust beggja vegna við staðinn þar sem óhappið varð. Lögregla stýrði aðgerðum á vettvangi en björgunarsveitirnar Berserkir og…Lesa meira

true

Óskum öllum dýrum gleðilegra áramóta

Matvælastofnun vill minna fólk á að flugeldar geta valdið dýrum miklum ótta og jafnvel ofsahræðslu. Fólk er eindregið hvatt til að takmarka notkun flugelda við gamlárskvöld og þrettándann, og alls ekki skjóta upp utan leyfilegs tíma. Dýraeigendur þurfa að gera ráðstafanir til að draga úr hættu á að dýrin þeirra verði hrædd eða slasist. Almenn…Lesa meira

true

Enginn slasaður í fimm bíla árekstri

Undir kvöld varð árekstur fimm bíla á sunnanverðri Vatnaleið á Snæfellsnesi. Skullu bílarnir saman í slæmu skyggni og veðri. Ásmundur Kr Ásmundsson yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Vesturlandi sagði nú rétt í þessu í samtali við fréttavefinn Vísi að enginn hafi slasast. Töluvert langar bílaraðir mynduðust beggja vegna við staðinn þar sem óhappið varð. Lögregla stýrir…Lesa meira

true

Stærsta saga ársins hinn mikli vöxtur jarðskjálfta í Mýrafjöllum

Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands (ENSu) heldur úti athyglisverðri síðu um jarðhræringar hér á landi. Í annál sínum um árið sem nú er að líða er meðal annars rætt um jarðhræringarnar á Ljósufjalla eldstöðvakerfinu. Þar segir: „Á eftir umbrotunum í Svartsengi var stærsta saga ársins hin mikli vöxtur í skjálftavirkninni í Mýrafjöllum á Snæfellsnesi. ENSu hefur…Lesa meira

true

Styrktartónleikar fyrir Birtu Björk Birgisdóttur

Miðvikudagskvöldið 15. janúar 2025 klukkan 20, verður efnt til styrktartónleika í Borgarnesi fyrir Birtu Björk Birgisdóttur, 22ja ára stúlku frá Borgarnesi sem glímir við alvarleg veikindi. Tónleikarnir verða í Hjálmakletti í Borgarnesi og að þeim standa vinir Birtu sem fá til liðs við sig stóran og fjölbreyttan hóp tónlistarfólks. „Tilgangur með tónleikunum er að safna…Lesa meira

true

Fasteignagjöld hækka á Akranesi

Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Akraneskaupstaðar fyrir næsta ár samþykkti meirihluti bæjarstjórnar (D og S) að hækka gjaldskrár um 5,6%, nema annað væri sérstaklega tilgreint í viðkomandi gjaldskrám. T.d. voru gjaldskrár sem tengjast börnum og barnafjölskyldum ekki hækkaðar um meira en 3,5%. Hins vegar hækka fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis mun meira, eða um 10,1% að jafnaði, sem er meira…Lesa meira

true

Mikil lausamjöll og vegir gætu teppst síðar í dag

Vegagerðin bendir á að nú í morgun var talsverður lausasnjór á Vesturlandi. „Með deginum tekur að blása af norðaustri og þá skafrenningur og blinda. Hætt er við að vegir teppist. Einkum á það við um leiðir vestur á Snæfellsnes og í Dali. En einnig í Borgarfirði, svo sem í Melasveit og undir Hafnarfjalli í eftirmiðdaginn,…Lesa meira

true

Flugeldasala björgunarsveitanna hafin

Meðal helstu fjáraflana björgunarsveita í landinu er sala flugelda fyrir áramót. Samkvæmt veðurspám er gert ráð fyrir hægu veðri á gamlárskvöld og góðum skilyrðum til notkunar skotelda. Hér á Vesturlandi fer salan fram á níu sölustöðum. Þetta eru: Akranes – Björgunarfélag Akraness Kalmansvellir 2 Borgarnes – Björgunarsveitinar Brák og Heiðar sameiginleg sala á Fitjum 2…Lesa meira

true

Engin sátt um lagningu væntanlegrar Holtavörðulínu 1 um Borgarfjörð

Á síðari stigum er búið að stækka fyrirhugaða framkvæmd úr 220 kV í 400 kV Eins og fram hefur komið í fréttum síðustu ár áformar Landsnet að byggja allt að 91 km langa 220 kV raflínu, Holtavörðaheiðarlínu 1. Mun hún liggja frá Klafastöðum í Hvalfirði að nýju tengivirki á Holtavörðuheiði. Í kynningu um verkefnið segir…Lesa meira