Fréttir
Háspennumastur reist. Ljósm. Landsnet

Landsnet þvertekur fyrir að til standi að byggja Holtavörðulínu 1 sem 400 kV línu

Landsnet áformar að reisa allt að 91 km langa 220 kV raflínu, Holtavörðaheiðarlínu 1, á næstu árum. Mun hún liggja frá Klafastöðum í Hvalfirði að nýju tengivirki á Holtavörðuheiði. Í kynningu um verkefnið segir að markmið framkvæmdarinnar sé að; „bæta afhendingaröryggið á byggðalínusvæði og bæta tiltæka afhendingargetu ásamt því að stuðla að orkuskiptum í landinu með því að tengja nýja endurnýjanlega orkuframleiðslu við meginflutningskerfið.“ Í fjölmörgum athugasemdum sem skrifaðar voru um umhverfismatsskýrsluna, og fjallað var um hér á vef Skessuhorns sl. sunnudag, er því haldið fram að búið sé að stækka fyrirhugað mannvirki nýrrar byggðalínu þannig að háspennumöstrin flytji ekki eingöngu 220 kV raflínur, heldur 400 kV. Það eitt og sér myndi þýða að helgunarsvæði á landi umhverfis línuna þyrfti að stækka. Landsnet þvertekur hins vegar fyrir að slík stækkun sé áformuð.

Landsnet þvertekur fyrir að til standi að byggja Holtavörðulínu 1 sem 400 kV línu - Skessuhorn