Fréttir
Björgunarsveitir aðstoðuðu við aðgerðir. Ljósm. Landsbjörg

Nokkurra bíla árekstur á Vatnaleið

Síðdegis í gær varð árekstur nokkura bíla á sunnanverðri Vatnaleið á Snæfellsnesi. Eins og kom fram í frétt hér á vefnum í gærkvöldi torveldaði bylur skyggni þegar óhappið varð. Engin slys urðu á fólki. Töluvert langar bílaraðir mynduðust beggja vegna við staðinn þar sem óhappið varð. Lögregla stýrði aðgerðum á vettvangi en björgunarsveitirnar Berserkir og Klakkur voru auk þess fengnar út til að aðstoða lögreglu við að ferja fólk niður af heiðinni. Fólk á öllum aldri, í á öðrum tug bifreiða, ásamt bílstjórum tveggja vöruflutningabíla nutu aðstoðar sveitanna við að komast niður af heiðinni. Aðgerðum lauk um átta leitið í gærkvöldi.

Nokkurra bíla árekstur á Vatnaleið - Skessuhorn