Fréttir
Hjálmaklettur í Borgarnesi.

Styrktartónleikar fyrir Birtu Björk Birgisdóttur

Miðvikudagskvöldið 15. janúar 2025 klukkan 20, verður efnt til styrktartónleika í Borgarnesi fyrir Birtu Björk Birgisdóttur, 22ja ára stúlku frá Borgarnesi sem glímir við alvarleg veikindi.

Tónleikarnir verða í Hjálmakletti í Borgarnesi og að þeim standa vinir Birtu sem fá til liðs við sig stóran og fjölbreyttan hóp tónlistarfólks.

„Tilgangur með tónleikunum er að safna fé til að létta undir með Birtu og hennar fjölskyldu og tryggja henni nauðsynlegan stuðning á þessum erfiðu tímum. Dagskrá tónleikanna verður nánar kynnt síðar en endilega takið kvöldið frá,“ segir í tilkynningu frá vinum Birtu.

Þeir sem vilja styðja Birtu, en komast ekki á tónleikana, geta lagt inn á styrktarreikning:
Reikningsnúmer: 0326-26-001751
Kennitala: 301102-2320.
Munið að margt smátt gerir eitt stórt.

Styrktartónleikar fyrir Birtu Björk Birgisdóttur - Skessuhorn