Fréttir
Björgunarsveitir á ferð. Ljósm. úr safni.

Mikil lausamjöll og vegir gætu teppst síðar í dag

Vegagerðin bendir á að nú í morgun var talsverður lausasnjór á Vesturlandi. „Með deginum tekur að blása af norðaustri og þá skafrenningur og blinda. Hætt er við að vegir teppist. Einkum á það við um leiðir vestur á Snæfellsnes og í Dali. En einnig í Borgarfirði, svo sem í Melasveit og undir Hafnarfjalli í eftirmiðdaginn, þar sem vindur nær sér upp við þessar aðstæður.“

Mikil lausamjöll og vegir gætu teppst síðar í dag - Skessuhorn