Fréttir

true

Jólahús og jólagata Borgarbyggðar valin

Jólahús Borgarbyggðar 2024 er Smiðjuholt í Reykholti. Það er niðurstaða jólaleiks sem staðið hefur yfir á heimasíðu Borgarbyggðar síðustu daga. Húsráðandi í Smiðjuholti er Tryggvi Konráðsson en húsið og garðurinn er fagurlega skreytt af miklum metnaði. Þar má finna ljósum prýddan jólasveinasleða, jólajeppa, jólatraktor, rómantískt jólahjarta og jólabarn í jötu og auðvitað jólasveina af ýmsum stærðum og…Lesa meira

true

Matsáætlun fyrir vindorkuver á Hælsheiði í skipulagsgátt

Skipulagsstofnun er nú með í kynningarferli til 27. janúar næstkomandi matsáætlun vegna umhverfismats fyrir vindorkuver á Hælsheiði í ofanverðum Borgarfirði. Það er fyrirtækið Zephyr Iceland ehf. sem leggur matsáætlunina fram en fyrirtækið áformar að reisa vindorkuver í landi Hæls í Flókadal og Steindórsstaða í Reykholtsdal. Uppsett heildarafl gæti orðið allt að 150 MW og mögulega…Lesa meira

true

Ruslagámur brann í Grundarfirði

Slökkvilið Grundarfjarðar var kallað út um klukkan þrjú á nýársnótt en þá hafði kviknað í ruslagámi við Grunnskóla Grundarfjarðar. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins og tók slökkvistarf rétt um klukkustund. Ruslagámurinn sjálfur brann til kaldra kola og voru einungis dekkin eftir en skýlið sjálft er gjörónýtt eftir eldsvoðann. Eldsupptök eru ókunn en mikið var…Lesa meira

true

Allar sundlaugar á Akranesi og í Borgarnesi lokaðar

Veitur ehf. hafa óskað eftir því að sundlaugar á Akranesi og í Borgarnesi verði lokaðar á meðan staðan á heitu vatni er undir mörkum vegna mikils kulda síðustu daga. Útlit er fyrir að þetta ástand muni vara fram yfir helgi og gildir um alla sundstaði á Akranesi, Jaðarsbakka, Bjarnalaug og Guðlaugu og sundlaugina í Borgarnesi.…Lesa meira

true

Tæplega fjórði hver íbúi á Akranesi sækir vinnu á höfuðborgarsvæðið

Hjá Samtökum sveitarfélaga er komin út skýrsla þar sem farið er yfir svör við nokkrum spurningum úr Íbúakönnun landshlutanna sem tengjast atvinnusókn íbúa á Vesturlandi. Spurt var í hvaða sveitarfélagi fólk starfaði og hvort fólk hefði val um að sinna starfi þínu hvar sem er og að kalla megi því starf óstaðbundið. Í skýrslunni kemur…Lesa meira

true

Íris Grönfeldt hlaut heiðursmerki Hinnar íslensku fálkaorðu

Fjórtán einstaklingar voru sæmdir heiðursmerki Hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær, á nýársdag. Halla Tómasdóttir forseti Íslands veitti fjórtán Íslendingum, sjö körlum og sjö konum, heiðursmerkið en fálkaorðan er veitt tvisvar á ári, á nýársdag og á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Að jafnaði er á annan tug fólks sem fær orðuna hverju…Lesa meira

true

Áramót í Snæfellsbæ

Að venju var mikið um dýrðir á gamlársdagskvöld. Ein af fáum brennum, ef ekki sú eina á Vesturlandi, var á Breiðinni við Rif þar sem Hjálmar Kristjánsson brennustjóri til fjölda ára tendraði í stórum bálkesti. Var fjöldi fólks mættur til að sjá dýrðina auk þess sem félagar í björgunarsveitinni Lífsbjörgu sáu um flugeldasýningu sem gladdi…Lesa meira

true

Kviknaði í flugeldarusli

Í gærkvöldi kom upp eldur í gámi skammt frá björgunarmiðstöð Brákar við Fitjar í Borgarnesi. Björgunarsveitarfólk í Brák hafði á nýársdag unnið við að hreinsa upp flugeldarusl í Borgarnesi og losað í gáminn. Glóð leyndist í ruslinu sem kveikti eldinn. Björgunarsveitarmenn reyndu fyrst að slökkva eldinn með tiltækum slökkvitækjum en það dugði ekki til svo…Lesa meira

true

Gleðilegt nýtt ár!

Um leið og árið 2024 er við það að renna sitt skeið vill starfsfólk Skessuhorns þakka lesendum sínum og viðskiptavinum fyrir samskiptin á árinu. Óskum landsmönnum öllum gleðilegs og gæfuríks árs 2025.Lesa meira

true

Minntust látins félaga

Síðastliðinn sunnudag fékk Björgunarsveitin Brák í Borgarnesi góða heimsókn af Suðurnesjum. Hópur, sem naut aðstoðar félaga úr Brák fyrir tíu árum síðan, kom til að minnast félaga og eiginmanns sem lést á Langavatnsdal 16. nóvember 2014. Þeir Gísli Már Marinósson, Einar Birgir Bjarkason, Þórhallur Ingason og Hjörtur Máni Þórhallsson fóru þennan dag til rjúpnaveiða á…Lesa meira