
Íris Inga Grönfeldt með riddarakross á Bessastöðum. Ljósm. bþg
Íris Grönfeldt hlaut heiðursmerki Hinnar íslensku fálkaorðu
Fjórtán einstaklingar voru sæmdir heiðursmerki Hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær, á nýársdag. Halla Tómasdóttir forseti Íslands veitti fjórtán Íslendingum, sjö körlum og sjö konum, heiðursmerkið en fálkaorðan er veitt tvisvar á ári, á nýársdag og á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Að jafnaði er á annan tug fólks sem fær orðuna hverju sinni. Starfrækt er sérstök orðunefnd sem vinnur úr tilnefningum sem nefndinni berast.